Vöruþróun

Ráðgjöf í vöruþróun

 

Vöruþróun er ferli sem felur í sér nýsköpun vöru, breytingar á vöru eða innihaldsefnum vöru, eða breytingar á framleiðsluferli vöru eða umbúðum hennar. Ferlið krefst sköpunarkrafts og hugmyndaauðgi, rannsóknavinnu, skipulags og skuldbindingar. Vöruþróun er gríðarlega mikilvæg fyrirtækjum og framleiðendum sem liður í að tryggja áframhaldandi líf og vöxt og að vöruframboð verði áfram viðeigandi — því markaðurinn breytist hratt.
Heimur matvælaframleiðslu er síbreytilegur. Neytendur geta verið í senn nýjungagjarnir og íhaldssamir. Í mörgum tilfellum vilja þeir nýjungar án þess að vera tilbúnir að upplifa afslátt af gæðum og stöðugleika. Nýjungar vekja athygli og efla samkeppnisforskot en á sama tíma verða vörur áfram að uppfylla þarfir og væntingar neytenda.

Vörunýjungar eru því gríðarlega mikilvægar meðal annars til að:

  • Halda neytendum spenntum og áhugasömum
  • Halda hilluplássi og auka það
  • Komast inn á markaði, stækka hlutdeild á mörkuðum og fylla í göt á markaði
  • Bregðast við breyttum þörfum markaðarins

Sýni býður ráðgjöf í vöruþróun til að tryggja að þessi hugsunarháttur fái brautargengi. Við aðstoðum við uppsetningu eða umbætur á vöruþróunarferli og veitum lausnir við að tryggja að hugmyndafræðileg og verkleg vöruþróun gangi sem best innan ykkar fyrirtækis. Við leitumst einnig við að leiða ykkur farsællega í gegnum regluverkið sem snýr að matvælaframleiðslu.
Hvort sem um er að ræða stuðning að hluta eða heildarlausn getum við komið að ferlinu allt frá hugmynd að fullbúinni vöru, svo sem varðandi eftirfarandi þætti: 

  • Hugmyndaþróun
  • Markaðsrannsóknir
  • Uppskriftaþróun
  • Næringarútreikningar
  • Merkingar vöru
  • Fylgni við reglugerðir

Leitaðu til okkar ef eitthvað af eftirfarandi á við um þitt fyrirtæki:

  • Ert þú að hefja framleiðslu á vöru og þarft aðstoð við einn eða fleiri þætti þessi ferlis?
  • Ert þú að útvíkka vörulínu? Bæta við vörum eða þróa áfram?
  • Hefur þú áhuga á að stofna vöruþróunarteymi innan þíns fyrirtækis?
  • Viltu auka skilvirkni í vöruþróun?
  • Vantar þig auka starfsmann tímabundið í verkefni innan vöruþróunar?
  • Hefur þú þörf á sérfræðingi fyrir stakt verkefni eða ákveðinn hluta þróunarferlisins? Dæmi um það eru uppskriftarþróun, markaðsgreining, val á umbúðum, birgjatengsl o.s.frv.
  • Hefur þú áhuga á að taka vöruþróun fastari tökum, innleiða nýtt skipulag eða verkferli?
  • Hefur þú áhuga á að fá inn ný augu í hugarflug og leit að tækifærum á markaði?
  • Hefur þú áhuga á að þróa nýjung eða þróa núverandi vöru í átt til bættra gæða eða lengra geymsluþols? Hollari útgáfu? Nútímalegri nálgun?