Merkingar á matvælum

Í gegnum árin hafa sérfræðingar okkar hjá Sýni þjónustað fjölda matvælafyrirtækja við merkingar á vörum þeirra eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um merkingar matvæla. Með tilkomu reglugerðar nr. 1294/2014 um miðlun matvælaupplýsinga til neytenda jukust kröfurnar enn frekar. Reglugerðin innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011.

Helstu verkefnin hafa m.a. verið

  • Útreikningar á næringargildi (oft samhliða efnagreiningum)
  • Gerð innihaldslýsinga
  • Yfirlestur á umbúðum og próförkum
  • Þýðingar á umbúðum og vörulýsingum
  • Gerð data-/ vörulýsingablaða
  • Uppsetning matseðla fyrir mötuneyti með upplýsingum um næringargildi, innihald, ofnæmisvalda o.fl.
  • Gerð ofnæmislista
  • Yfirferð aukefna í vörum með tilliti til reglugerða. Eru aukefnin leyfileg á Íslandi?
  • Merkingar fyrir USA markað

Til þess að þjónusta viðskiptavini okkar sem allra best notast sérfræðingar okkar við forrit sem inniheldur upplýsingar um næringargildi matvæla sem eru m.a. fengnar úr danska gagnagrunninum Födevaredatabanken, ameríska grunninum USDA (National Nutrient Database for Standard Reference) og ÍSGEM (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). Í þessu forriti  er einnig hægt að útbúa innihaldslýsingar og data-/ vörulýsingablöð allt eftir óskum viðskiptavinarins.