Gæðakerfi þurfa stöðuga endurskoðun.
Til að tryggja stöðugt og skilvirkt gæðakerfi þarf að sannprófa það reglulega. Sem dæmi um sannprófun má nefna innri úttektir, GMP úttektir, yfirferð á verklagsreglum og skráningum. Niðurstöður eru nýttar til að endurskoða og aðlaga gæðakerfið breyttum aðstæðum. Mikilvægt er að hæft starfsfólk með viðeigandi þekkingu framkvæmi sannprófanir. [ÁÞ1] [SE2] [SE3]
Starfsmenn ráðgjafadeildar Sýni ehf. hafa réttindi til að gera bæði innri og ytri úttektir á gæðakerfum fyrirtækja. Endurskoðun gæðakerfa tryggir að ávallt sé verið að vinna eftir settum vinnu- og verklagsreglum og þeim stöðlum sem fyrirtækið hefur innleitt, s.s. ISO 22000 FSSC, BRC, IFS, YUM, IFFO, MSC, RFM o.fl.