Ráðgjöf

 

 Sýni býður upp á ýmiss konar ráðgjöf hvað varðar gæði og öryggi og sér í lagi sem snýr að matvælaöryggi. 
 
  • Aðstoð við úrlausn ýmissa vandamála sem upp koma í matvælafyrirtækjum.
  • Aðstoð við að svara spurningum og spurningalistum frá kaupendum.
  • Aðstoð við gerð úrbótaáætlana vegna frávika sem upp koma í úttektum s.s. vottunarúttektum, kaupendaúttektum og úttektum opinberra eftirlitsaðila.
  • Aðstoð við að yfirfara teikningar á húsnæði fyrir matvælafyrirtæki.
  • Um lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi og viðskiptalöndum.
  • Við matseðlagerð og mat á matseðlum m.t.t. ráðlegginga.
  • Ferlagreiningar m.t.t. bættrar meðferðar matvæla og aukinnar nýtingar.
  • Gæðamat á sjávarafurðum.