Ráðgjöf og gæðastjóri að láni

Ráðgjöf

Boðið er upp á ýmsa ráðgjöf sem tengjast matvælum, t.d..

  • Aðstoð við úrlausn ýmissa vandamála sem upp koma í matvælafyrirtækjum
  • Aðstoð við að svara spurningum og spurningalistum frá kaupendum
  • Aðstoð við gerð úrbótaáætlana vegna frávika sem upp koma í úttektum s.s. vottunarúttektum, kaupendaúttektum og úttektum opinberra eftirlitsaðila
  • Aðstoð við að yfirfara teikningar á húsnæði fyrir matvælafyrirtæki
  • Um lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi og viðskiptalöndum
  • Við matseðlagerð og mat á matseðlum m.t.t. ráðlegginga
  • Ferlagreiningar m.t.t. bættrar meðferðar matvæla og aukinnar nýtingar
  • Gæðamat á sjávarafurðum

Gæðastjóri að láni

Hentar minni fyrirtækjum sérstaklega vel, afleysing ef gæðastjóri er frá í lengri tíma og sem stuðningur við nýja gæðastjóra.

Helstu verkefni:

  • Reglubundnar heimsóknir
  • Umsjón og eftirfylgni með gæðamálum
  • Merkingar matvæla – innihaldslýsingar
  • Útreikningar á næringargildi
  • Birgjasamþykktir og mat á hráefnum og umbúðum m.t.t. öryggis og lögmætis
  • Nýliðaþjálfun – þjálfun starfsmanna
  • Námskeiðahald
  • Þróun á framleiðslu og framleiðsluferlum
  • Aðstoð við lausn vandamála sem upp kunna að koma
  • Greining kvartana
  • Þátttaka í úttektum opinberra eftirlitsaðila, staðla- og kaupendaúttektum
  • Frávikaskýrslur – úrbótaáætlanir
  • Svör við spurningalistum