Sýni býður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa vottun samkvæmt BRC staðli, þá sem hafa í hyggju að fá vottun og aðra þá sem hafa áhuga á að kynna sér kröfurnar.
Farið verður yfir helstu kröfur staðalsins og hvernig megi uppfylla þær á einfaldan hátt. Mikið er lagt upp úr umræðum og verkefnavinnu.
Efni námskeiðis:
Kynning á BRC stöðlum og öðrum GSFI stöðlum
Saga BRC staðalanna og útbreiðsla: Hvert er hlutverk þeirra og hvar eru þeir algengastir. Hvernig er úttektarferillinn? Hvernig er einkunnagjöf o.s.frv? Notkun á BRC merkinu.
IFS, ISO 22000 FSSC staðalinn Hver er helsti munurinn?
Helstu kröfur staðalsins:
- Matvælaöryggismenning
- Fundir, fundagerðir, samantektir, úrvinnsla
- Hættugreiningar og áhættumat.
- Stefnur, markmið (SMART) og rýni
- HACCP (hættugreining, flæðirit), forvarnir, CCP (eins og suða, málmleit) prófun og gilding.
- Skjalastýring og skráningar
- Innri úttektir
- Samþykkir á birgjum og þjónustuaðilum, birgjamat
- Hættugreining og áhættumat á hráefnum, vörulýsingar
- Frávik, orsakagreining og úrbætur
- Neyðarstjórnun, innkallanir, kvartanir
- Rekjanleiki, massabókhald, skráningar
- Matvælavernd og matvælasvindl
- Aðskotahlutir, greining og forvarnir
- Afhending, dreifing
- Vöruþróun
- Pökkun, merkingar og eftirlit
- Starfsmenn og þjálfun
- High-risk, High-care, ambient-high care
Lengd námskeiðs: 14 klukkustundir (2×7 klst)
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir alla þá sem þurfa að áhættumeta matvæli með tilliti til svindls og skemmdarverka og innleiða forvarnir og eftirlit vegna þess.
- Hvaða matvæli eru helst útsett fyrir svindli? Hver er staðan í heiminum í dag?
- Aðferðarfræði við áhættumat á matvælasvindli:
- Sögulegar sannanir.
- Eðli vöru.
- Efnahagslegir þættir og verð.
- Uppruni og flækjustig matvælakeðjunnar.
- Framboð og eftirspurn o.fl.
- Forvarnir og eftirlit:
- Kröfur til birgja, vottanir og upplýsingasíður
- Mælingar (innihald, samsetning, DNA próf, ísótópamælingar…)
- Móttökueftirlit, skynmat, rekjanleiki.
- Aðferðarfræði við áhættumat og eftirlit vegna matvælaskemmdarverka:
- Hvað getum við gert í eigin fyrirtæki til að fyrirbyggja matvælaglæpi?
- Verkefnavinna, dæmi úr eigin fyrirgæki.
Lengd námskeiðs: 8 klst. (2 x 4 klst.)
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið ætlað stjórnendum, gæðastjórum, verkstjórum, mannauðsstjórum og leiðtogum í matvælafyrirtækjum.
- Skilgreining og breytt nálgun á stjórn matvælaöryggis – Fókusinn á fólkinu
- Kröfur í reglugerðum og stöðlum (Codex staðli, BRC staðli og fleiri stöðlum)
- Fyrirtækjamenning – Hvað þarf til ? Skuldbinding stjórnenda og leiðtoga
- Að setja upp matvælaöryggismenningar áætlun á kerfisbundinn hátt
- Notkun spurningalista og sjálfsmats
- Verkefnavinna þar sem unnið verður með dæmi úr eigin fyrirtæki
Lengd námskeiðs: 1 x 3 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn).
Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.
Efni námskeiðs:
- Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
- Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar / matareitranir.
- Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
- Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
- Matarsóun. Hvernig endurnýtum við matvæli? Öryggi við endurnýtingu matvæla.
- Verkefnavinna.
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Mörg fyrirtæki á Íslandi starfsrækja innra eftirlitskerfi en veigamikill þáttur í slíku kerfi eru innri úttektirnar. Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi m.a. úttektir og sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. koma með skjöl úr eigin gæðakerfi t.d. vöktunar- og sýnatökuáætlun og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.
Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:
• Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
• Úttektaáætlun
• Undirbúningur og framkvæmd úttekta – gerð gátlista
• Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar – sýnatökur og prófanir
• Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni.
Lengd námskeiðs 6 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is
Það sem þú þarft að vita um örverur ef þú vinnur með matvæli.
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:
- Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið
- Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla
- Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats
- Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru
Efni námskeiðs:
- Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar? Matarsjúkdómar.
- Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
- Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
- Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar
- Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum
- Verkefni
Lengd námskeiðs: 2 x 6 klst.
Nánari upplýsingar: namskeid@syni.is