Óvissa er metin í öllum faggildum aðferðum prófunarstofunnar
Óvissumælingar aðferða – örverugreiningar
Í örverugreiningum er óvissa mæld bæði fyrir mælingar á matvælum og vatni.
Endurmeta þarf óvissumælingar á minnst 5 ára fresti, með tilliti til þess hvort breytingar hafi orðið á sýnaflóru eða annað starfsfólk sé í vinnu en þegar fyrri útreikningar voru gerðir.
Þegar endurmat á óvissu fer fram er framkvæmt F-próf til að meta hvort marktækur munur er á staðalfrávikum tveggja gagnasafna.
- Mælingar sem notaðar voru til að reikna upprunalega óvissu og mælingar sem notaðar eru til endurmats á óvissu eru bornar saman.
Ef munur reynist marktækur er uppgefinni óvissu breytt fyrir viðkomandi aðferð.
Ekki er þörf á að reikna mælióvissu ef það stendur í aðferðalýsingu hver mælióvissan er eins og t.d í MPN aðferðum.
Óvissumælingar aðferða – efnagreiningar
Í efnagreiningum eru mæld minnst 20 sýni/staðlar, alltaf tvísýni og mismunurinn notaður til útreikninga.
Endurmeta þarf óvissumælingar í efnagreiningum á 2 ára fresti, ef það er vandamál með staðal, er óvissa skoðuð eftir þörfum.
Óvissa í einstökum sýnum/sýnagerðum
Hægt er að biðja um útreikninga á óvissu einstakra sýnaniðurstaðna eða í ákveðnum sýnagerðum miðað við 95% öryggismörk.
Vinsamlegast sendið viðkomandi deild þá fyrirspurn í formunum hér til hliðar.